Almennar upplýsingar um TA-65

Hvað eru litningaendar?

Litningaendar eru eins og hylki utan um DNA í enda hvers litnings í hverri frumu. Ef við ímyndum okkur að litningur sé skóreim þá er litningaendinn harði parturinn á enda skóreimarinnar. Litningaendar koma í veg fyrir að litningar trosni og gegna því verndandi hlutverki. Með hverri frumuskiptingu styttast litningaendarnir og á endanum hættir fruman að geta skipt sér og deyr.

Hvað er átt með virku náttúrlegu ensími?

Náttúrulegt virkt ensím ver litningaendana. Það er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en er óvirkt. Með því að virkja það er hægt að lengja líftíma litningaendanna og þar með afkastagetu og líftíma fruma.

Hvernig hefur rannsóknum á TA-65 verið háttað?

Í öllu ferlinu hafa verið notaðar vísindalegar aðferðir og farið eftir ströngum reglum sem liggja til grundvallar með það markmið að tryggja öryggi. Frekari rannsóknir eru í gangi. Engar aukaverkanir hafa komið fram hjá fólki sem hefur tekið TA-65 hylki

Hvernig hefur vísindaheimurinn brugðist við?

Ný grein innan líffræðinnar hefur orðið til í tengslum við mikilvægi litningaenda sem byggist á grunnupplýsingum um þá sem fram komu árið 1995. Greinin er vel þekkt meðal líffræðinga um allan heim og frekari rannsóknir eru í farvatninu á hlutverki litningaenda, þróun og áhrifum TA-65 á þá.

Hvernig eru gæði TA-65 tryggð?

Samfelldar gæðaprófanir eiga sér stað á hverju stigi framleiðslunnar. Þær hefjast við uppskeru Astragalus rótarinnar. Efnið sem er í rótinni er hreinsað með sérstakri aðferð, og virki efnisþátturinn er einangraður. Hann er síðan sendur á FDA-vottaða rannsóknarstofu, þar sem frekari meðferð eykur hreinleika efnisins í allt að 97%. Endurtekið eftirlit og skoðanir eru gerðar til að tryggja gæði efnisins. Efni rótarinnar er unnin í duft og sett í hylki ásamt viðurkenndum fæðubótarefnum (US Pharma).

Af hvaða plöntu er TA-65?

TA-65 er náttúruleg sameind sem finnst í aldagamalli kínverskri plöntu Astragalus (rótinni) sem þekkt er fyrir læknandi mátt sinn. Í Kína er plantan mjög algeng og hægt að kaupa hana í matvörubúðum og mörkuðum. Það að borða plöntuna hefur hins vegar ekki sömu áhrif og neita afurða hennar þegar búið er að vinna virka efnið úr henni.

Virka ódýrari afbrigði eins vel, t.d. frá framleiðendum vítamína?

Rannsóknir hafa sýnt að engin virk TA-65 er að finna í þessum tilbrigðum. Svo virðist sem sameindinni sé eytt og hún því ekki til staðar. TA-Science hafa náð einstökum árangri með áratuga vinnu, rannsóknum og fjárfestingum og hafa yfir 250 einkaleyfi á sölu efnisins.

Innihalda hylkin ofnæmisvaldandi efni?

TA-65 inniheldur engar mjólkurafurðir, egg, glúten, maís, soja, hveiti, sykur, sterkju, salt, rotvarnarefni, gervilit né ilm- eða bragðefni. Hætta á eituráhrifum eða hvers kyns aukaverkunum hefur verið grandskoðuð. Engin dæmi um slíkt hafa komið fram.

Hvaða önnur innihaldsefni eru í TA-65?

Örkristallaður sellulósi, hýprómellósi asetat súkkínat og kísill.

Hvenær er talið best að taka TA-65?

Þú getur ákveðið það sjálfur. Ef þú tekur það fyrir morgunverð, gagnast þér það allan daginn í formi aukinnar orku, þols og virkni. Ef það er tekið að kvöldi stuðlar það að reglulegu svefnmynstri. Til að virknin verði sem mest er ákjósanlegast að taka það á tóman maga. Eftir notkun í þrjá mánuði er ráðlagt að taka hvíld í tvær vikur og endurtaka síðan. Eftir notkun í 6 mánuði hefur stórum hluta af eldri frumum verið skipt út fyrir nýjar. Fyrir einstaklinga 50 ára og eldri er talað um að veruleg endurnýjun eigi sér stað á tveimur til þremur árum.

Er TA-65 lyf?

TA-65 er fæðubótarefni en ekki lyf. Það virkjar og lengir líftíma litningaenda og þar með starfsemi fruma.

Getur neysla á TA-65 leitt til aukinnar hættu á krabbameini?

Í meira en 1000 ár hefur Astragalus rótin verið borðuð án þess að nokkur vandkvæði eða sjúkdómar hafi verið tengdir henni. Það gæti þó gerst að með aukinni virkni og líftíma litningaendanna að frumurskiptingar ættu sér stað of oft og myndu þá mynda óæskilegan frumuvöxt og frumufjölgun. Sú er þó ekki raunin heldur þvert á móti: TA-65 örvar ónæmiskerfið og kemur þar með í veg fyrir frumufjölgun og vöxt.

Koma TA-65 húðvörurnar í stað annarra vara í daglegri umhirðu húðarinnar?

Nei, TA-65 húðvörurnar koma ekki í stað annarra vara. Mikilvægt er að sinna áfram daglegri umhirðu húðarinnar. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að TA-65 dregur úr hrukkum og fínum línum, minnki roða og bólgur í húð, jafnvel þegar varan er notuð ein og sér. TA-65 húðvörurnar hefur ekki verið prófað í samsettri meðferð með öðrum húðvörum en virknin er talin sú sama og mælt er með henni. Við mælum með TA-65 húðvörurnar séu notað undir aðrar vörur og góð sólvörn er ráðlögð í sól. Öldrunarblettir geta horfið með stöðugri notkun TA-65 og öldrunarmerki á húðinni eru almennt talin minnka.

Hvernig er best að bera TA-65 á húðina?

Varan hefur aðeins verið prófuð á þurra húð. Létt nudd eykur frásog. Mikilvægt er að bera á allt andlitið en ekki bara á hrukkur og línur í andliti. Forðast ber beina snertingu efnisins við augu.

 

 

BUNDLE
2 x TA-65MD 250IE
(90 capsules)

TA-65 250 supplement (90 capsules)

€ 980,00

Buy More info

BUNDLE
1 x TA-65MD 250IE (90 capsules) +
1 x TA-65 for Skin (30ml)

TA-65 250 supplement (90 capsules)

€ 860,00

Buy More info

 

 

TA-65MD 100IE
(30 capsules)

€ 96,00

Buy More info

TA-65MD 250IE
(90 capsules)

€ 530,00

Buy More info

TA-65 for Skin
(30 ml)

€ 360,00

Buy More info

TA-65 for Skin
(118 ml)

€ 630,00

Buy More info

TAT Telomere Analysis

€ 389,00

Buy More info

TA-65 Starter Kit
(2 x TA-65MD 250IE 90 capsules + 1 x TA-65 for Skin 30ml)

€ 1270,00

Buy More info