Um okkur

TA-65.apran.com er vefsíða Apran BV. Við erum þekktur dreifingaraðili fyrir TA-65 vörurnar sem vinna gegn öldrun og við ætlum okkur að gegna mikilvægu hlutverki á þessum vettvangi á komandi árum. Apran selur aðeins þær vörur, sem við treystum. Þú getur heimsótt heimasíðu okkar , skoðað vöruúrvalið og fengið nánari upplýsingar um það og okkur.

Apran mælir aðeins með þeim vörum sem hafa sannað gildi sitt

Í hraða nútímans og því stressi sem fylgir daglegu lífi er gríðarlega mikilvægt að hver og einn hugi að heilsu sinni og vellíðan á allan mögulegan máta og finni leiðir til að hámarka lífsgæði sín.

Annemiek
Fæðubótarefni hafa verið fjölskyldunni, Schwagten-Van Hese afar hugleikin alla tíð. Við höfum velt fyri okkur spurningum eins og hvaða efni séu mikilvæg sem og ráðlagður dagskammtur til að ná hámarks árangri og finna til vellíðunar.
Í áranna rás höfum við kynnst margskonar gagnslausum fæðubótarefnum, og við höfum upplifað ýmislegt neikvætt í leit okkar að hinu eina sanna efni og samsetningu þess svo það skili sem bestum árangri. Til að vera fær um að tjá og deila þessari þekkingu okkar ákváðum við að stofna fjölskyldufyrirtæki: Og þá varð APRAN að veruleika.

Apran – fjölskyldufyrirtæki sem þú getur treyst

Ég, Annemiek Van Hese, er reyndur efnafræðingur/lyfjafræðingur og hugmyndasmiðurinn á bak við nafnið APRAN. APRAN tengir saman persónulega þjónustu og sérþekkingu.

Með stuðningi eiginmanns míns, dr Hendrik Schwagten, tannlæknis í Lúxemborg með skurðaðgerðir sem sérgrein, og tveggja barna okkar, Annerick og Sebastiaan, stofnaði ég APRAN til að gera okkur kleift að deila þekkingu okkar um þetta mikilvæga efni.
Við vitum hversu erfitt það er að finna réttu leiðina í völundarhúsi fæðubótarefna og við erum tilbúin að aðstoða þig.

Vefverslun með sál

Í upphafi var makmið okkar að finna fæðubótarefni fyrir okkur og það er ástæðan fyrir því að við prófum allar vörur okkar sjálf enn þann dag í dag. Einungis vörur sem eru nógu góðar fyrir okkur verða hluti af APRAN-fjölskyldunni. Við leitum ekki eingöngu fanga í heimalandi okkar, Þýskalandi heldur notum við tengiliði út um allan heim sem við höfum átt samvinnu við í gegnum tíðina. Við erum framsækin og opin fyrir nýjungum og jafnvel því sem enn er óuppgötvað. Við teljum mikilvægt að vera á tánum og fylgjast vel með þeirri gerjun og þróun sem er í heiminum á þessum vettvangi.

Ef til vill hefur þú átt við sama vandamál að stríða, það er að leita að réttu vörunni en leiðin verið grýtt. Nú getur þú stytt þér leiðina með hjálp okkar og fundið beinu brautina. Við höfum þegar tekist á við margar hindranir og vandamál og hvers vegna ættir þú ekki að forðast þær?

Að vera til staðar og aðstoða er eitt mikilvægasta markmið okkar

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband. Við höfum unun að því að hjálpa þér! Sendu okkur tölvupóst (hello@apran.com) og við munum svara þér fljótt. Verkefni okkar er að aðstoða þig. Ef við getum ekki svarað spurningu þinni, gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að afla upplýsinganna eins fljótt og mögulegt er.

Það er mjög mikilvægt að hafa samráð við lækni eða sérfræðing áður en þú tekur fæðubótarefni þar sem við getum eingöngu gefið almennar upplýsingar. Við erum hvorki greiningaraðili né meðferðaraðili.

 

Annemiek Van hese er vottuð af T. A. Sciences, a leiðtogi í andstæðingur-öldrun vara.
Annemiek Van hese er vottuð af T. A. Sciences, a leiðtogi í andstæðingur-öldrun vara..

Apran B.V.
Nieuweweg 6A
6301 ET Valkenburg aan de Geul
Nederland

IBAN: NL96 RABO 0301 7106 19
BIC: RABONL2U

Verslunarráð númer: 61737186
VSK númer: NL 854468006.B01

+31 43 7 600 500
+32 3 303 73 73
+49 651 9487 9487

hello@apran.com
www.apran.com